Úthlutun úr Málræktarsjóði 2015

Auglýst var eftir umsóknum um styrki í nóvember 2014. Að þessu sinni bárust 17 umsóknir og var sótt samtals um 14.730.000 kr. Til úthlutunar voru 4.000.000 kr. Stjórn Málræktarsjóðs ákvað á fundi sínum 26. febrúar sl. að eftirtaldir skyldu hljóta styrk að þessu sinni:

Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga 400.000 kr. fyrir raftækniorðasafn
Orðanefnd byggingarverkfræðinga 500.000 kr. fyrir íðorð á sviði steinsteypu
Eiríkur Rögnvaldsson 700.000 kr. fyrir Alfræði íslenskrar tungu – vefútgáfu
LÍSA, samtök um landupplýsingar á Íslandi 300.000 kr. fyrir orðalista LÍSU
Íðorðanefnd um hannyrðir 500.000 kr. fyrir íðorðasafn um prjón
Fornleifastofnun Íslands 400.000 kr. fyrir nýyrði og íðorð í orðasafn
Fagfólk í frítímaþjónustu 500.000 kr. fyrir orðasafn í tómstundafræðum
Ritstjórn orðasafns Samtaka um atferlisgreiningu á Íslandi, 700.000 kr. fyrir orðasafn SATÍS.