Greinargerð til Málræktarsjóðs, Sigrún H. Lund

Framvinduskýrsla vegna styrks Málræktarsjóðs árið 2018.


Nafn aðalumsækjanda: Sigrún Helga Lund
Nafn meðumsækjanda: Anna Helga Jónsdóttir


Heiti verkefnis: Rafkennslubók í tölfræði með orðasafni


Árið 2018 fengu umsækjendur 500.000 króna styrk úr Málræktarsjóði til að gefa Tölfræði frá grunni, kennslubók í tölfræði á háskólastigi, út á rafrænu formi á netinu.

Styrkurinn rann alfarið til að fjármagna launakostnað Eggerts Hafsteinssonar, BS-nema í stærðfræði, við að setja bókina upp í gagnvirku rafrænu umhverfi. Nú er vinnu hans lokið og má finna bókina á slóðinni:

 https://edbook.hi.is/tolfraedi_fra_grunni/

Einnig reyndist unnt að nýta styrkinn í að setja R frá grunni á samskonar snið. R frá grunni er systurbók Tölfræði frá grunni, þar sem farið er í beitingu tölfræðiaðferða í tölfræðihugbúnaðinum R. Hana má finna hér:

 https://edbook.hi.is/R_fra_grunni/

Málræktarsjóðs er getið í þökkum beggja bóka:

 https://edbook.hi.is/tolfraedi_fra_grunni/thakkir.html

 https://edbook.hi.is/R_fra_grunni/thakkir.html

Rafrænt form beggja bóka er nú þegar notað við kennslu í hið minnsta þremur námskeiðum við Háskóla Íslands, nú á haustönn 2018.

Með kærum þökkum,

Sigrún Helga Lund,

Anna Helga Jónsdóttir.