Greinargerð til Málræktarsjóðs, Málið.is

                                                                        Reykjavík, 29.1. 2019

Lokaskýrsla til Málræktarsjóðs vegna úthlutunar til vefgáttarinnar: Málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kt. 700806-0490.

Aðalumsækjandi: Eva María Jónsdóttir: kt. 2604712959 og meðumsækjandi Steinþór Steingrímsson, kt. : 2706773989.

Um leið og ritstjórn vefgáttarinnar Málið.is á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þakkar fyrir stuðninginn við verkefnið Málið.is – Allt um íslenskt mál í einu veffangi - vil ég í stuttu máli gera grein fyrir nýtingu styrkupphæðarinnar, 300.000 kr., sem Málræktarsjóður veitti til vefhönnunar.

Auk styrksins frá Málræktarsjóði hlaut verkefnið styrk úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur, 2 000 000 kr. og hlotnaðist verkefninu því 2.300.000 kr. alls.

Eins og fram kom í umsókninni var lögð mikil áhersla á að hönnun vefsíðunnar tækist sem best og að hún væri aðlaðandi og auðveld í notkun. Leitað var til góðra vefhönnuða á vefhönnunarstofunni 1 x internet sem lögðu áherslu á einfaldleika og að upplýsingarnar birtust á sem skýrastan hátt og virkuðu jafn vel fyrir allar gerðir tölva, snjallsíma og spjaldtölva. Styrkupphæð Málræktarsjóðs var nýtt til að greiða hluta af hönnunarkostnaði sem var rúm 1 milljón króna. Auk þess var styrkfé notað til kynningarstarfa, m.a. með hönnun og prentun veggspjalda sem fóru í skóla landsins.

Það hefur sýnt sig að vefsíðan málið.is hefur stórbætt aðgengi almennings og nemenda að upplýsingum og leiðbeiningum um íslenskt mál og málnotkun og hefur notkun aukist stöðugt. Þess má geta að árið 2018 fóru um 1000 mismunandi notendur inn á vefgáttina á degi hverjum og fyrstu 2 árin frá opnun vefgáttarinnar voru þar um 1 milljón flettinga í 350 þúsund heimsóknum.

Fyrir hönd ritstjórnar vefgáttarinnar Málið.is

Halldóra Jónsdóttir