Umsókn um styrki

Málræktarsjóður auglýsti eftir umsóknum um styrki  í september og var umsóknarfrestur til 16. nóvember. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2001 sem auglýst er eftir umsóknum. Alls bárust 8 umsóknir. Stjórnin heldur fund í byrjun janúar 2013 og verður þá ákveðið hver eða hverjir hljóta styrk að þessu sinni.