Úthlutun styrkja

Úthutun styrkja

Auglýst var eftir umsóknum um styrki 16. nóvember sl. eins og undanfarin ár og var umsóknarfrestur til 15. janúar. Alls bárust 15 umsóknir og var sótt um samtals 27,1 milljón króna.

Eftirtaldir hlutu styrk að þessu sinni:

Silja Bára Ómarsdóttir, 1 m.kr. fyrir íðorðasafn í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði;

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, 1 m.kr. fyrir íðorðasafn í íþróttum;

Félag lýðheilsufræðinga, 800 þús. kr. fyrir íðorðasafn lýðheilsufræða;

Orðanenfd byggingarverkfræðinga, 1 m.kr. fyrir íðorð um fráveitumál;

Orðanefnd um myndlist, 500 þús. kr. fyrir orðasafn um myndlist;

Vinir Árnastofnunar, 300 þús. kr. fyrir verkefnið Leikur að orðum.