Styrkir úr Málræktarsjóði

Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði síðla hausts og var umsóknarfrestur til 16. nóvember. Sjö umsóknir bárust á réttum tíma. Á fundi sínum 17. janúar sl. ákvað stjórnin að veita einn 500 þús. kr. styrk að þessu sinni og varð umsókn Rafns Kjartanssonar MA og Terry Lacy Ph.D. fyrir verkefnið Ensk–íslensk lögfræðiorðabók með ESB íðorðum og stofnanaheitum fyrir valinu.

Auglýst verður aftur eftir umsóknum um styrki næsta haust.