Reykjavík 16. nóvember 2019
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans að:
a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð.
Allt að 4.000.000 kr. verður úthlutað.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Málræktarsjóðs, málræktarsjóður.is eða malraektarsjodur.is.
Umsóknum má skila á heimasíðunni eða senda til Málræktarsjóðs, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eigi síðar en 16. janúar 2020, annaðhvort í pósti eða tölvupósti,This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
|