Um Málræktarsjóð

Skipulagsskrá Málræktarsjóðs var formlega staðfest af dómsmálaráðuneytinu 7. mars 1991. Markmið sjóðsins er að beita sér fyrir og styðja hvers konar starfsemi til eflingar íslenskrar tungu og varðveislu hennar. Verkefni sjóðsins er m.a. að styrkja:

  • nýyrða- og íðorðastarf í landinu
  • starf orðanefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli
  • útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun;útgáfu kennsluefnis í íslensku
  • útgáfu orðabóka og íðorðasafna
  • hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum sjóðsins verði náð.

Enn fremur getur sjóðurinn veitt einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt.

Nánari upplýsingar gefur Jóhannes B. Sigtryggsson framkvæmdastjóri sjóðsins í tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Athugið. Ákveðið hefur verið að veita ekki styrki úr sjóðnum á næsta ári vegna bágrar ávöxtunar (sjá frétt).