Greinargerð til Málræktarsjóðs, Fél. fagfólks í frítímaþjónustu

Greinargerð um ráðstöfun styrkfjár

Styrkþegi: Félag fagfólks í frítímaþjónustu (FFF)

Kennitala: 690605-3330

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heiti verkefnis: Orðasafn í tómstundafræði

Tímasetning helstu þátta verkefnis

Orðanefnd í tómstundafræði var stofnuð í júní 2013 og hefur síðan þá unnið að gerð orðasafns í tómstundafræðum. Orðanefndin hóf sitt starf á því að greina stöðu verkefnisins, afmarka það og safna fyrstu 100 hugtökunum til að vinna nánar með. Þegar það var ljóst að verkefninu myndi lítið miða áfram ef það væri eingöngu unnið í sjálfboðaliðastarfi var ákveðið að sækja um styrk til Æskulýðsráðs og Málræktarsjóðs til að greiða starfsmanni tímabundið laun sumarið 2015 til að safna saman og yfirfara, í samráði við orðanefnd, fleiri lykilhugtökum og skilgreiningum í tómstundafræðum og færa inn í orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Styrkur frá Málræktarsjóði og Æskulýðsráði árið 2015 gerðu orðanefndinni kleift að koma góðu skriði á verkefnið og náðist að bæta 300 orðum og hugtökum við þau 100 sem þegar var búið að safna, gera drög að skilgreiningum og færa inn í rafrænan orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Aftur var sótt um styrk í Málræktarsjóð 2016 til þess að greiða fyrir sérfræðiráðgjöf vegna skilgreininga á lykilhugtökum og prentaða útgáfu á orðasafninu og fékkst styrkur upp á 800 þús. kr. Útgáfa var áætluð fyrir árslok 2017. Því miður tók vinna við yfirferð hugtaka, samræmingu á skýringu hugtaka í samstarfi við orðanefnd í menntunarfræði, val á hugtökum í 1. útgáfu á prenti og uppsetning og umbrot lengri tíma en áætlað hafði verið en formleg útgáfa á Orðasafni í tómstundafræði varð loks að veruleika 8. mars 2019. Þar er að finna rúmlega 100 hugtök ásamt ensk-íslenskum orðalista.

Nánari upplýsingar um orðanefndina og rafræn útgáfu af 1. útg. Orðasafns í tómstundafræði er að finna á heimasíðu Rannsóknarstofu í tómstundafræði:  http://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundafraedi/ordanefnd. Útprentað eintak af orðasafninu verður sent Málræktarsjóði.

Uppgjör:

Styrkur

 

Kostnaður

 

Málræktarsjóður

800.000 kr.

Sérfræðiráðgjöf

425.000 kr.

Búið að greiða

560.000

Umbrot og uppsetning fyrir prentun

65.000 kr.

Eftir að greiða

140.000

Prentun 1. úgáfu

143.000 kr.

   

Útgáfuhóf

38.000 kr.

   

Viðbótarprentun eintaka

129.000 kr.

Samtals

800.0000 kr.

 

800.000 kr.

Um verkefnið

Eftir að samþykki fyrir styrknum lá fyrir var leitað til Ólafs Proppé, fyrrverandi rektors Kennaraháskóla Íslands, og hann kom að vinnu við skilgreiningar og yfirlestur hugtaka. Þessi vinna tók mun lengri tíma en áætlað hafði verið í upphafi. Áhersla er lögð á fræðileg hugtök sem nýtast munu nemendum í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands en jafnframt er um að ræða góðan grunn að orðum sem tengjast tómstundastarfi á vettvangi.

Þegar drög lágu fyrir að útgáfu á lykilhugtökum var orðasafnið sent til umsagnar lykilaðila á vettvangi, s.s. Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi, Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, Félags fagfólks í frítímaþjónustu, Landssambands ungmennafélaga, Æskulýðsráðs, mennta- og menningarmálaráðuneytis, námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði, Skátar, orðanefndar í menntunarfræði o.fl. Lagt var upp með að ábendingar og athugasemdir myndu liggja fyrir eigi síðar en 9. desember 2018.

Eftir að búið var að fara yfir þær ábendingar og athugasemdir sem bárust var farið að vinna við umbrot og uppsetningu á orðasafninu og í framhaldinu var það prentað í 500 eintökum. Haldið var útgáfuhóf þann 8. mars.

Orðasafninu verður nú dreift til allra nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, til æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi, til félaga í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, til frístundamiðstöðva í Reykjavík, á helstu bókasöfn o.fl. Gert er ráð fyrir halda eftir 129 þús. kr. af styrknum til að greiða fyrir viðbótarprentun eintaka á orðasafninu.