Greinargerð til Málræktarsjóðs, Ísl.-franskt íðorðasafn

Reykjavík,19. febrúar2018

Málræktarsjóður

Framvinduskýrsla
Íslenskt-­‐franskt
íðorðasafn á sviði lögfræði og hagfræði


Undirrituð hlaut 1.000.000 kr. styrk frá Málræktarsjóði fyrir íslenskt-franskt
íðorðasafn á sviði lögfræði og hagfræði í ársbyrjun 2017 og voru 800.000 kr. greiddar
út í mars 2017 til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
(viðfangsnúmer 1373 137 427).
Vinnu sérfræðings, Nathalie Tresch, sem ráðinn var til verksins er nú lokið og
íðorðasafnið hefur verið sent til yfirlestrar af öðrum sérfræðingi.
Alls inniheldur íðorðasafnið um 550 orð á sviði lögfræði. Einnig inniheldur það um
100 orð á sviði viðskiptafræði og hagfræði.
Íðorðasafnið verður aðgengilegt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum sem og á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Einnig verður það aðgengilegt á heimasíðu LEXÍU, íslensk-franskrar orðabókar, en
tilraunaðgangur hennar verður opnaður í lok apríl næstkomandi. Allur orðaforði
íðorðasafnsins er jafnframt hluti af uppflettiorðum orðabókarinnar.
Málræktarsjóður mun fá sent eitt eintak af íðorðasafninu (rafrænt) fyrir lok mars 2018.

Virðingarfyllst,

Rósa Elín Davíðsdóttir